Í dag var ég í bassatíma sem var ótrúlega fínn. Ég spilaði 1.kaflann úr Bottesini og það gékk mjög vel enda búinn að æfa hann mjög mikið. Kennari minn var meira að segja imponeraður yfir því hvað ég væri búinn að ná góðum tökum á konsertinum á stuttum tíma. Fyrir utan þetta þá er sól og sumar í Kaupmannahöfn og virðist sem svo að sumarið sé algerlega komið. Á svona dögum er maður glaður! :) Svo ætlum við Hildur að búa til ljúfengan kvöldmat...mmmm
Engin ummæli:
Skrifa ummæli