Seinasti laugardagur var horror. Kl.10 um morguninn átti ég að mæta á æfingu sem haldin var í Greve (sveitafélag sem er um 20-30 mín í burtu með lest). Ég þurfti því að vakna kl.7. Fara í skólan, sækja bassa og stól, fara á lestarstöðina, ferðast með lest, bíða eftir strætó og taka strætó, mættur á æfinguna sem tók 3 tíma. Eftir hana tók við sama ferðalagið til baka. Þá var klukkan orðin 14.00 og tími kominn til að taka orkester strengina úr og setja sólóstrengina í. Æfa svo fyrir æfingar-prufuspil sem var seinkun á og spila svo í því. Þegar því lauk var kl.18.00 og ég hafði átt að mæta á kóræfingu kl.17.00. Ég ákvað að sleppa bara alveg að mæta því ég var algerlega búinn á líkama og sál. Svo gékk líka hörmulega í þessu prufuspili þar sem ég hafði ekki getað æft almennilega fyrir það.
Annars var þessi æfing fyrir tónleika sem voru á sunnudaginn. Þetta voru kórtónleikar með strengjakvintet. Á tónleikunum komu fram tveir kórar, stúlknakór og eldri borgara kór. Gamla fólkið var greinilega bara í þessu fyrir félagsskapinn því það var ekki oft sem þau hittu á réttar nótur. Það var eiginlega mjög kómískt því það tvær aríur með sópran söngkonu sem söng unaðslega vel. Gullfalleg aría eftir Mozart sem byrjar á strengjunum og sóló söng. Svo á lagið að lyftast allsvakalega upp þegar kórinn kemur svo inn en í þessu tilfelli hrundi stemmningin niður. En þetta var auðvelt gigg og góður peningur.
Stjórnandinn (sem fékk mig í þetta djob) er útskrifaður úr konservat. bæði sem organisti og píanisti. Ég spurði hann hvort hann væri til í að spila með mér einhverja sóló músík fyrir bassa og jafnvel halda einhverja kirkjutónleika og hann var bara í rosa stuði fyrir það. Svo spurði ég fiðluleikarann (sem er í kons.) hvort hún vildi spila Bottesini dúóið með mér og hún var í svaka stuði. Sem sagt margt gott sem kom út úr þessu giggi.
Nú er ég ekkert búinn að æfa nema 1.kaflann úr Bottesini konsertinum og hann er allur að koma til, það er svona þegar maður hjakkar í einu verki marga tíma á dag. Það eina sem er erfitt er að ég er með Edgar Meyer útgáfuna í hausnum og hann spilar svo fáránlega hröð tempó. Svo gerir hann líka óhefðbundna tempóbreytingu rétt fyrir kadensuna (spilar svona 8-12 takta á undan kadensunni í ultra slow motion og hraðar svo á inn í loka hljóminn fyrir kad.) og ég hægi alltaf á þar ósjálfrátt. Það er erfitt að hafa þessa útgáfu í hausnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli