Það nálgast óðum í Ísland. Ég fer á laugardagskvöld og verð í viku.
Á laugardaginn er prufuspil í skólanum mínum (svona til að æfa sig fyrir alvöru prufuspil). Þá situr dómnefnd sem segir manni hvað sé nauðsynlegast að maður bæti, tveim vikum seinna á maður að spila aftur og hafa bætt það.
Í seinasta tíma fannst mér eins og Stadnicki hefði trú á mér...mér líður ekki oft þannig. Hann lætur að vísu eins við alla, bara spurning um hvernig maður tekur honum. Ég spilaði fyrir hann verkin sem ég spila í prufuspilinu og hann talaði um framtíðina og sagði að næstu tvö árin (mín seinustu) myndum við vinna mest í að fá mig til að spila með meiri persónuleika og intensited, eins og ég spilaði Gubaidulinu. Málið er að ég get það vel en geri það ekki næstum því alltaf, hann vill sem sagt venja mig á að vera alltaf með skap, líka þegar ég æfi mig. En það sem hann sagði sem lét mér líða vel var "í prufuspilum þarf maður að hafa persónuleika til að dómnefndin muni eftir manni, og ég vil að þú getir fengið starf í hvaða hljómsveit sem þig langar". Það hljómaði eins og hann hefði engar áhyggjur af tækninni, eins og hann hefði fulla trú á að tæknin verði orðin nógu og góð til að maður geti komist inn hvar sem er. -bene
Mér býðst að taka þátt í Orkester Norden ef ég vil, 21.júni til 11 júlí. Það sárvantar bassa í hljómsveitina, prógrammið er Brahms 1, Schostakovits 8 og nýtt verk eftir Hauk Tómasson. Mér finnst bara eins og ég sé of gamall fyrir félagsskapinn. Ég myndi algerlega bara vera þarna til að spila en flestir aðrir eru þarna til að drekka og hafa stuð. Svo er spurning um hvort þetta myndi ekki trufla undirbúninginn fyrir tónleika okkar Elfu á Íslandi? Ef ég fengi að leiða grúppuna myndi ég fíla þetta en eiginlega ekki sem tutti spilari...ég held samt að Brahms hljómi ótrúlega vel með þessari kraftmiklu sveit.
Veit einhver hvaða Íslendingar verða i O.N. í sumar???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli