fimmtudagur, apríl 01, 2004

Merkilegir og jafnframt leiðinlegir tónleikar

Í gærkvöld spilaði ég á ömurlegum tónleikum ef það má kalla það tónleika. Á listasafni sem heitir Statens museum for kunst var haldið uppá 250 ára afmæli einhvers listafélags. Í því tilefni voru pöntuð verk sem voru flutt hér og þar í safninu. Ég spilaði í tveimur, annað hét fællesklang (hóp/sameiginlegur hljómur) og hitt var improvisation eftir fatalit hjá gestum. Fællesklang var spilað á ákveðnum mínútum og virkaði þannig að allir voru með samstilltar klukkur og staðsettir út um allt í safninu. Klukkan 21.15 spila síðan allir fyrsta kafla úr fællesklang og þá eru einhver ákveðin hljóð sem ganga í gegnum allt safnið. Hver kafli var 1 mínúta nákvæmlega. Þess á milli átti maður að improvisera, ég meina hvernig er hægt að ætlast til að maður improviseri í 2 klst.??? Mér leið eins og ég hefði verið nýbúinn að spila Niflungahringinn eins og hann leggur sig þegar þetta loksins kláraðist....hvílíkt langt! Hvað ætli tónskáldið sem "samdi" improvisation hafi fengið mikið borgað?

Gubb! Eins og ég fíla nú samt nýja músík, þessi var bara svo léleg.

Við vorum tvö í herberginu sem ég var í, það var fiðlustelpa á hinum endanum. Hennar improvisation gékk út á að æfa kafla úr Mozart konsertum....hvílíkt ógeð, hver nennir að hlusta á fiðlileikara æfa sig?! Ekki sérlega skapandi manneskja það.

Engin ummæli: