Kannist þið góða tónlistarfólk við það að hafa verk í undirbúningi sem ætlar bara ekki að ganga að því manni finnst svo leiðinlegt að æfa það. Ég er alltaf að æfa eitthvað annað en verkið sem ég á að æfa, það er klassískur konsert eftir Vanhal, sem má ekki rugla saman við rokkarann Vanhalen...og þó!
Stadnicki gaf mér það verkefni að byrja á Bottesini konsertinum, það er svona álíka og þegar píanókennari segir nemanda sínum að hann megi nú fara að æfa Rachmaninov konsert no.2 eða 3 eða Tsjækovskíj no.1. Algerlega verk no.1 í bassarepertoirinu og er með engu móti auðveldur. Í hljómsveitaprufuspilum er yfirleitt hægt að velja á milli tveggja rómantískra konserta og það er þá annars vegar þessi lýriski ítalski konsert eða töffara/rokk konsertinn eftir Koussevitzky (sem var líka frægur stjórnandi). Koussevitsky hef ég spilað en Bottesini er eiginlega meira krefjandi og ég myndi halda að það gefi fleiri stig á prufuspili að spila Bottesini en Koussevitsky.
Í kvöld á ég að spila á skólatónleikum, það eru orgeltónleikar og einn organistinn er að spila Händel konsert með strengjakvintett. Þetta er auðveld músík og hann spilar bara tvo kafla, ekkert eins pirrandi og að þurfa að flytja stól, statíf, boga og bassa út af 6-8 mínútna atriði. Í þessari strengjagrúppu spilar sellóleikari dauðans. Hann er útskrifaður úr konserv. en spilar aðra hverja nótu falskt ef ekki hverja og hann hefur ekkert skyn fyrir músík. Maður furðar sig á því að hann fékk að útskrifast. Ég heyrði meira að segja útskriftarprófið hans og það var verra en inntökuprófsstandard. En hann er voða duglegur að fara á barokk námskeið og þess vegna heldur organistinn að hann græði á því að hafa hann í grúppunni. Ég held meira að segja að organistinn haldi að ég sé voða vitur um barokk músík, en það er ég ekki...kannski ögn meira inn í henni en hinir bassakrakkarnir. Það er svo auðvelt að þykjast vera góður...hehehe!
Annars hef ég ekki sagt frá því að harmonikkustúlka nokkur spurði mig hvort ég gæti spilað kammermúsík (nútímaverk)með henni á næsta ári fyrir kammermúsíkprófið hennar. Hún hafði farið á bókasafnið og hlustað á mig spila Gubaidulinu og fannst mjög flott spilað. Það var sko hrós í lagi!
Annars lifum við öll í skugga Joels sem spilar eins og bestu sólistarnir. Ef einhver ætlar að spila kammer með bassa þá er hann spurður fyrst. Ekki að skilja svo að hann sé vondur maður, hann er mjög góður vinur og mjög duglegur að hjálpa ef maður spyr, stór hluti af mínum framförum er honum að þakka. En ég hef tekið eftir að allir vilja þekkja þann sem spilar vel. Þannig safnast oft fólk í kringum þá sem eru komnir lengst á sínu hljófæri.
Ásamt þess að byrja á Bottesini konsertinum er ég líka að byrja á nýju Gubaidulinu verki, fylgja frægðinni eftir. :)
Það heitir Pantomime og er gargandi snild.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli