sunnudagur, apríl 11, 2004

Ari konsertmeistari

Ég fékk póst frá Ara um daginn þar sem hann sagðist líklegast verða með O.N. í sumar og vildi endinlega fá mig með. Karin (sem sér um O.N.) vill ekki taka mig inn þar sem ég er kominn það langt frá aldurstakmörkunum (þrjú ár). En ef þau verða í vandræðum þegar nær dregur hefur hún kannski samband. Seinna fékk ég svo e-póst frá Ara þar sem hann sagðist hafa sent meðmæli, hann er elska. En ég mun svo sem hafa nóg á minni könnu með þessa einleikstónleika í sumar. Ég er eitthvað að taka þeim alvarlega, kannski of.

Helga Þóra stakk upp á að ég héldi tónleikana í Tjarnarbíó, það finnst mér æðislegur staður en ég hélt að hann væri með ömurlegan hljóm. Veit einhver um flyglamál þar? Víkingur kannski!!

Ég kom með svo mikið íslenskt nammi og páskaegg frá landi kapitalismans að ég er kominn með ógeð. Á ennþá eftir um 13 lakkrísdrauma...hef ekki tíma til að skrifa, verð að klára Draumana....

Engin ummæli: