þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Tónverk

Í dag átti ég erfitt með að æfa mig (fyrir utan að þurfa að spila í dirigent praktik) vegna þess að ég fékk svo góða hugmynd að verki (fyrir sóló kontrabassa). Ég var stöðugt að hjakka í hugmyndunum mínum og reyna að þróa þær en það sorglega er að síðan fullgeri ég aldrei verkið þar sem ég hef ekki tíma til að sinna því. Kannski hef ég tíma en ég vil ekki nota hann í tónsmíðar. Það er eiginlega sérkennilegt þegar ég vil alveg eyða fullt af tíma í heimasíðugerð. En það er líka eitthvað hallærislegt við hljóðfæraleikara að spila verk eftir sjálfan sig, því er einhvern veginn ekki tekið eins alvarlega og þegar menntað tónskáld hefur skrifað verkið.

Það góða við þetta var þó að hugmyndin var aðalega út frá heimspekilegri hugsun og þegar ég var búinn að hugsa mikið um þetta fattaði ég að sónatan sem ég er að æfa eftir Gubaidulinu getur mjög líklega verið samin út frá sömu hugmynd. Það er eitthvað gott við að hafa meira en nótur í huganum þegar maður spilar tónlist og gott að vera kominn með dýpri túlkun á verkinu.

Engin ummæli: