fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Mínus

Einu sinni tók ég þátt í músíktilraunum. Þá fékk ég verðlaun (besti bassaleikarinn). Ómar fékk besti gítarleikarinn og Hannes besti hljómborðsleikarinn. Sverrir trommari fékk hins vegar ekki besti trommuleikarinn. Mér fannst það ömurlegt af því við vorum fágaðasta bandið og allir tæknilega góðir miðað við það sem gerist í músíktilraunum. Eftir að keppni lauk óskaði bassaleikarinn úr hljómsveitinni Mínus mér til hamingju (þeir voru að taka þátt líka) og ég henti plagginu mínu á gólfið og stappaði á því og sagðist ekki þola þetta helfvítis bull. Hann varð ótrúlega sjokkeraður og sagði að ég væri ruglaður hálfviti og ætlaði aldrei að tala við mig framar. Hann sá greinilega þessa viðurkenningu í ljóma og hefði mikið viljað hana sjálfur. En eins og ég er, þá var ég bara hundfúll yfir því að Sverrir skildi ekki fá verðlaun líka. Minn bassaleikur var bara góður af því að við Sverrir voru svo pottþéttir saman. En auðvitað var þetta bara grín hjá mér og aumingja Mínus greyið varð alveg miður sín.

En ég mundi eftir þessari sögu af því að það er grein um Mínus á mbl.is

Ákvað að deila henni með ykkur.

Engin ummæli: