föstudagur, janúar 30, 2004

Woody

Hvernig skrifar maður sögur eins og Woody Allen? Maðurinn er snillingur þótt hann viðurkenni það ekki sjálfur. Fyrir það fyrsta fær hann alltaf snildarhugmynd um plot. Síðan tekst honum alltaf að leysa smáatriðin á skondinn hátt en samt eðlilegan.

Ég hef stundum hugsað um þetta sjálfur, ég meina hvort maður geti skrifað sögu sem funkerar vel, er fyndin og heimsspekileg. En mig vantar þessa náðargáfu Woody's að geta fundið upp á smáatriðunum sem gera söguna svo skemmtilega.

T.d. í Shadows and fog er kona sem verður hóra eina nótt (svo ekki meir) en á ótrúlega eðlilegan og smekklegan hátt að manni finnst ekkert vera að því. Sá sem sefur hjá henni borgar henni 700$ fyrir en standard verð fyrir hóru var 20$. Hann var bara háskólanemi, hvernig gat hann þá átt þessa peninga. Jú, hann vann þá í spilum (pókar) fyrr um kvöldið.

Snild!

Engin ummæli: