Netlur sem þessar eru sönnun þess að við erum öll egóistar. Viljum láta taka eftir okkur og ef það stendur ekkert í "comments" dálkinum verðum við leið.
Við höfum frá engu að segja og segjum frá því í smáatriðum, teyjum lopan þar til hann er við að slitna.
Ég er neytandi, ég er ofurneytandi. Ég er fátækur námsmaður en eyði samt peningum í vitleysu. Það sem ég gerði af mér í gær var óafsakanlegt. Ég eyddi 300 kr. (3.600 ísl.kr) í dvd myndir. En þær eru allar saman góðar, mikil snild.
Woody Allen, Shadows & fog
David Lynch, Mulholland drive
...og að lokum AMADEUS (directors cut, 20 mín. lengri) sem kemur manni alltaf í stuð.
Allar myndirnar eru göfgandi fyrir andann og með því sannfærði ég sjálfan mig um að þetta væru góð kaup og afsakanleg.
Ef maður heldur áfram í eyðslunni verð ég að fara að finna mér vinnu. hmmm! Kannski ég gæti gefið netlurnar mínar út í fallaga innbundinni bók og skrifað utan á special extended version, þá myndu þær eflaust rokseljast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli