sunnudagur, janúar 25, 2004

Sukk og svínarí

Hvílíkt nammiát á manni. Þessi helgi er búin að vera hvílíkt nammisukk. Í gær (laugardag) borðaði ég ekkert nema nammi þar til um kvöldmatarleitið, þá fékk ég mér pizzu og hindbrjatertu með rjóma í eftirrétt. En á morgun hefjast á ný 4 nammilausir dagar. Það er spurning hvort maður eigi ekki að setja sér einhverjar reglur fyrir helgardagana. Þetta nær náttúrulega engri átt.

Föstudagskvöldið sá ég ótrúlega áhrifaríka mynd í bíó sem heitir "My life without me". Eiginlega svoldið erfitt að gúffa svona í sig nammi eftir slíka mynd. Hún fjallar um unga konu sem greinist með krabbamein sem er ólæknandi og hún á 2-3 vikur eftir ólifað. Konan er 23 ára og á tvö börn og mann. Síðan gengur myndin út á það að hún er að koma öllu þannig fyrir að allt verði í lagi fyrir alla ástvini eftir að hún deyr. Þetta er falleg mynd og sorgleg en það besta við hana er að hún öskrar á mann að njóta lífsins því maður veit jú aldrei hvernær maður deyr. Ekki bara að njóta lífsins heldur að kunna að meta það sem maður á, því gleymir maður aðeins of oft. Eftir að stúlkan í myndinni fékk fréttirnar af krabbanum var henni algerlega sama um allt veraldlegt eins og merkjavörur og fleira. Eiginlega var þetta líka ádeila í leiðinni á mataræði (segi ég sem er búinn að gúffa í mig nammi yfir helgina) í vestræna heimshlutanum. En ástæða þess að ég gúffa í mig nammi er vegna þess að ég er í raun að trappa mig niður, þannig að ég hef afsökun. Bráðum hef ég 5 nammilausa og 2 nammidaga og svo að lokum bara 1 nammidag í viku.

Í gær var svo líka frumsýning á Britten, ég verð að segja að generalprufan gékk betur fyrir hljómsveitina. En það eru 2 sýningar eftir þannig að maður getur ennþá gert betur.

Engin ummæli: