Ég fór á Baresso heimasíðuna seinasta fimmtudag og skrifaði þeim tölvupóst. Ég stakk upp á að þeir byðu upp á Soya latte og settu upp hjá sér airport (snúrulaust netkerfi) fyrir þá sem hefðu fartölvur. Í ljós kom að þeir eru ný farnir að bjóða upp á soya latte og eru í viðræðum við tölvufyrirtæki út af svona airport uppsetningum. Þannig að ég ætti kannski að fá vinnu hjá þeim við hugmyndasmíðar, enda voru þessar hugmyndir ekkert nýjar hjá mér. Ég hafði bara aldrei stungið upp á þeim við þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli