Ég er kominn í svarthvítu fötin með slaufu og alles tilbúin að fara niður í Det Kongelige Teater og spila generalprufu. Það voru gefnir miðar á hana þannig að það má búast við fullu húsi.
Ég vona bara stjórnandinn mæti...hann datt í hálkunni í gær og gat varla gengið. Annars finnst mér hann lélegur og það væri ágætt að fá einhvern annann í þetta. Hann slær mjög óskýrt sem er ekki gott í verki sem skiptir mikið um takttegundir. Síðan hefur hann ekki vitað almennilega hvernig hann ætti að laga það sem fer úrskeiðis og notar svo stöðugt orð eins og "kannski" eða "gætum við". Allt þetta sýnir að hann veit ekkert hvað hann vill. Síðan eru söngvararnir alltaf að kvarta undan tempóum og þá er svarið "sorry, my fault" hann er sem sagt alltaf að gera vitleysur. Svo stoppar hann líka mjög oft út af eigin rugli.
Jæja best að drífa sig og slá í gegn...ég ætla að skrifa meira í kvöld því ég hef frá meiru að segja en engan tíma núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli