miðvikudagur, janúar 14, 2004

Nýmóðins tónlist hefur verið leikin

Dagur gærdagsins var dagur stressins.
Ég vaknaði kl.06:00!!!!

Fyrst var æfing sem stóð frá kl.08:00-13:00, það var æfing fyrir tónleika kvölsins, eins konar rennsli. En þar sem ég spilaði í þremur verkum þurfti ég að vera til taks allann tímann. Flest verkin voruð mic-uð up og nokkur voru með aðstoð tölvu og þið vitið hvað það er mikið vesen þegar rafeindabúnaður er notaður á tónleikum. Endalaust eitthvað sem fer úrskeiðis og þá tekur hálftíma að finna út úr því hvaða snúra virkar ekki eða eitthvað álíka.

Kl.13:00 þurfti ég svo að flýta mér í Oddfellow húsið þar sem æfing fyrir "Midsummers night dream" e.Britten átti að hefjast kl.13:30. Kl.18:00 lauk þeirri æfingu og þá tók við að drífa sig aftur í skólann og reyna að ná að borða áður en eitt rennsli á verki sem ég spilaði í hæfist (kl.19:00).

Klukkan 20:00 byrjuðu svo tónleikarnir. Þeir hófust á flottu verki eftir George Crumb þar sem á að nota blátt ljós og grímur. Frábær stemmning í því verki. Ég var hins vegar á klóssettinu á meðan því stykki stóð að gera mitt stykki. Mitt stykki kom með stórum hvelli enda hafði ég verið með maga fullan af lofti/gasi alla óperuæfinguna. Eftir að hafa lokið mínu stykki af varð ég mjög rólegur. Það eina sem ég var stressaður fyrir á þessum tónleikum var bara hvort ég myndi freta á sviðinu eða ekki. En mér tókst sem sagt að ljúka mér af áður en ég fór á svið.

Ég spilaði verk ásamt fagotti og tölvu eftir Ejnar Kanding. Eftir hlé spilaði ég svo í stuttu Feldman verki þar sem pitch er frjálst en annað er skrifað. Eftir það spiluðu allir þátttakendur improvisation, það var stuð eins og gefur að skilja.

Næsta föstudag spila ég svo verk fyrir bassa,slagverk og tölvu.

Engin ummæli: