þriðjudagur, janúar 27, 2004

Heilsa

Ég var ekkert smá duglegur að fara í líkamsrækt áðan. Það var samt erfiðara en seinast að lyfta sömu þyngdum. Getur verið að ef maður hefur verið latur og farið tvisvar í viku að maður verði bara aumari fyrir vikið. Ef svo, þá er betra að vera bara heima í staðinn.

Nei! Nú fer ég minnst þrisvar í þessari viku, það er augljóslega það sem þarf. Enda var alltaf ætlunin að fara fjórum sinnum í viku.

Ég ætla að þrengja reglurnar á nammibindindinu mínu og hafa að ég megi ekki borða nammi á föstudögum, en megi drekka gos (þar sem poppkorn er leyfilegt, enginn sykur eða gerfiefni í því) ef maður skildi fara í bíó eða horfa á video. Ég er svo háður nartinu yfir bíómyndum. Á þessari stundu er ég einmitt að hakka í mig sykurbombum, nefninlega döðlum. Nammi namm! Þær eru góðar. Ég leyfi mér sem sagt náttúrulegt nammi.

Engin ummæli: