Long time no...
Það hefur verið alveg rosalega mikið að gera hjá mér undanfarið og því er ekki lokið. Seinasta föstudag var Messias æfing og tónleikar laug. og sunn. Í gær var svo 7 tíma æfing með annari grúppu, þau spila á upprunaleg hljóðfæri. Þar er Violone-isti en ég á að spila eina tónleika af þremur þar sem hann kemst ekki á fyrstu tónleikana. Ég spila auðvitað bara á mitt nútíma stálstrengjaða hljóðfæri. En þetta er rosaleg törn, í fyrra skiptið var bara 1. og 2. hluti en nú eru þeir allir þrír. Ég vil auðvitað standa mig vel því þetta lið er hjartað í barokkheiminum hér í Kaupmannahöfn, ég vil endinlega komast inn í klíkuna. Á fimmtudaginn er svo nútíma bassakvartettinn leikinn á debut tónleikum tónskáldsins Rachel Yatzkan, það er líka þrælerfitt.
Sökum þessarra anna hef ég ekki gefið mér tíma fyrir Bloggið.
Ég hlakka mikið til föstudagsins, þá er törnin búin og við Hildur ætlum í jólagjafastúss. Byrjum snemma um morguninn meðan fáir eru farnir að rápa í búðir. Síðan sé ég fyrir mér löng stopp á kaffihúsum bæjarins inná milli. Mmmm! Notarlegt. Ég sé jólafríið á Íslandi í hyllingum, svo gleymir maður auðvitað öllum skylduheimsóknunum út um allt sem gerir fríið næstum því að vinnu. En ég hlakka samt til. Það eru svo margir heima sem ég hef saknað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli