Ég er að verða svo kaupglaður. Ég hef náttúrulega verið að spila mikið í þessum mánuði og svo fer ég að fá útborgað frá óperunni þannig að maður hefur smá af peningum núna. Svo þegar ég byrjaði að kaupa jólagjafir (sem ég er búinn með, bara ein eftir sem ég ætla bíða með þar til Íslands er komið) langaði mig líka í alls konar handa sjálfum mér og læt bara verða af þar sem ég er hvort eð er að eyða. Ekki góð ástæða til að eyða en svona er ég bara.
Ég er búinn að kaupa:
Medeski Martin & Wood geisladisk
The Art Of Conducting DVD
4 Agötu Christie myndir
Peysu
Buxur
Bók um Flash (heimasíðuforrit)
Bók um Gustav Mahler
Að vísu var allt þetta á tilboðum og kostaði lítið. Fyrir utan The Art Of Conducting. Það réttlætir þetta líka þar sem þetta voru sérlega góð tilboð. Peysan og Buxurnar voru keyptar í hinni frábæru búð námsmannsins H&M. Þar er alltaf allt ódýrt. Mig minnir að Buxurnar hafi kostað 170 danskar krónur (2000 ísl.kr.) og peysan kannski 1000 ísl.kr. Frábær búð.
Annars er ég orðinn svo þreyttur eftir langa törn af spilamennsku að ég nenni varla að æfa mig neitt að ráði þessa seinustu daga fyrir jólafríið...vil bara komast til Íslands.
Um daginn var herra Brown í heimsókn í Kaupmannahöfn alla leið frá sameinuðu ríkjunum í Ameríku. Herra Brown er bogasölumaður og bassaleikari í kammersveitinni Saint Paul Chamber Orchestra. Nú er ég með einn boga í láni hjá honum. Er að velta fyrir mér kaupum, það er bara svo fjandi erfitt að finna út úr því hvort maður eigi að kaupa eða ekki. En ég nenni ekki að fara út í þá sálma. Allavega verð ég að segja að mér líkaði vel við Mister Brown en það var greinilegt að hann var Ameríkani. Hann var alltaf að kenna okkur því Ameríkanar vita allt betur ekki satt!! En hann sagði auðvitað margt gagnlegt líka og því kvarta ég ekki. Að öðru leiti var hann ótrúlega næs. Hann splæsdi á okkur bjór og kom og hlustaði á okkur spila bassakvartettinn á útskriftartónleikum Rachel Yatzkan (tónskáld). Þar fyrir utan treysti hann mér fyrir boganum og að ég muni skila honum til hans kaupi ég hann ekki. Við skrifuðum heimilisfang og netfang á munnþurkur og þar með var mér treyst. Ég hélt að Ameríkanar treystu engum. En hvað veit ég?!?!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli