Það er bara einn maður í allri Danmörku sem spilar á violone. Kannski maður ætti að fara að sýna þessu áhuga, barokk gúrúin í Köben hafa sagt mér að ég myndi hafa nóg að gera. Og hvernig er ekki hægt að elska barokk músík spiluð á barokkhljóðfæri...það er bara æði. Eina sem stendur í veginum er tíminn sem tekur að æfa sig á það, ég vil nefninlega líka verða mega súper góður bassaleikari. Kannski eftir kontrabassanámið fari maður bara til Hollands að læra á Violone. Það ætti ekki að taka langan tíma því það er ekki til nein sólómúsík fyrir violone og námið gengur þá út á að læra að spila í hópum og væntanlega þarf maður að læra smá á sembal og tölusettann bassa.
Tölusettur bassi er snilld fyrir þá sem spila barokk. Ég fattaði ekki hve mikilvægt það var fyrr en við vorum með barokk hljómsveitarverkefni í skólanum á þessari önn. Það segir bassa/selló leikurunum hvaða hlutverki tónninn þeirra gegnir og auðveldar því fraseringar og intonation. Snilld! Því miður kann ég ekki að lesa úr honum almennilega, en það er þó eflaust svipað og við lærðum í hljómfræði.
Best að koma sér í skólann, klukkann er að verða 12.00 og ég er bara nývaknaður. Ég er ekki að meika þessa seinustu daga. Mig vantar frí!!!!
Blæjó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli