Þá er síðasta sýningu lokið í óperunni, allavega síðustu sem ég spila í. Þetta hefur nú bara gengið fínt. Það er ekki eins hár standard og ég bjóst við enda margir eldri menn í bassasveitinni. Hljómsveitin er nú samt frekar góð.
Ég var látinn spila á bassa með sólóstrengjum (stilltir F#-H-E-A í staðinn fyrir E-A-D-G) en stillt í venjulegri hljómsveitastillingu. Það þýðir að strengirnir voru slappir og intonera illa. Fáránlegt að láta mann spila á svona strengi. Hvað þá í atvinnuhljómsveit.
Hildur kom á síðustu sýninguna og fannst uppfærslan góð. Sviðsmyndin voru tvær risastórar plötur sem hengu niður úr loftinu. Á þær var svo varpað allskyns myndum. Ég veit ekki hvernig mér finnst það þar sem ég hef alltaf snúið baki í sviðið en Hildi fannst það kúl og koma skemmtilega út. Allavega fannst mér söngvararnir hafa verið frábærir, mjög góðir og tónlistin skemmtileg.
Þegar maður æfir hljómsveitaparta fyrir prufuspil þá þarf allt að vera fullkomið og aðeins meira en það. Ég var því stressaður fyrir fyrstu æfinguna en komst síðan að því að enginn er fullkominn og að andrúmsloftið er mjög afslappað. Ég get því alveg sleppt því að vera stressaður fyrir næsta job. Vonandi í Radiohljómsveitinni, hver veit?
Annars sagði Mette leiðari í óperunni að næst ætti ég að nota 5-strengja, ég vona bara að það verði þá eitthvað næst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli