sunnudagur, nóvember 30, 2003

Tónleikahald

Hér í konservatoríinu í Kaupmannahöfn er mikið lagt upp úr að maður hafi fyrir hlutunum sjálfur. Ef maður ætlar að komast inn í klíkuna verður maður sjálfur að troða sér inn. Til að mynda gæti maður hæglega farið í gegnum þetta 5 ára nám og bara hafa spilað eins og 3-5 sinnum á tónleikum. Sem er auðvitað ekkert vit.

Eitt af því sem skólinn býður upp á er svokallaður Onsdags kirkekoncert. Þetta er tónleikar sem fara fram í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu (á miðvikudögum kl.17) og er frítt inn. Nemendur kons. þurfa sjálfir að sækja um að fá að spila svona tónleika. Oft er svo gott þegar einhver ýtir á mann, það er erfitt að segja við sjálfan sig "ég er tilbúinn til að fara út fyrir dyr skólans að spila", en manni finnst maður aldrei vera nógu og tilbúinn hvort eð er.

En ég er sem sagt búinn að sækja um. Hugmyndin með þessari tónleikaröð er að gera hæfilega stutta tónleika sem fólk getur sótt rétt eftir vinnu. Margir hætta um kl.16 í vinnunni. "Músíkalskt hlé frá skammdeginu" er sloganið.

-------------
Ég ætla að spila eftirfarandi prógram:

Bottesini Romanza Patetica (ca. 7 mín)
Sofia Gubaidulina Sonata (ca.12 mín)
Hindemith sonata (ca.15 mín)
Bottesini Tarantella (ca.7 mín)

Samtals (ca.42 mín)
-------------

Síðan er bara að sækja um á hverri önn og vera duglegur að spila. Á Íslandi í sumar er ég að hugsa um að spila tónleika og jafnvel hafa þá Bach svítu með eða allavega nokkra kafla úr svítu(m).

Lengi lifi tónlistin því hún lyftir andanum á hærra plan!

Engin ummæli: