Í gærnótt var ég hjá Joel til kl.06:00. Gangi mér vel að snúa sólahringnum við. En eftir að hann fékk fasta stöðu í Radio hljómsveitinni hitti ég hann alltof sjaldan. Hann hélt mini partý aðalega fyrir bassabekkinn. Hann bauð upp á bjór og Mexikanskt gæða Tequila. Enda er hann jú Mexikani!
Hann segir að í Mexikó drekki maður ekki Tequila sem skot heldur njóti maður drykjarins. Þar er drykkurinn það góður að þeir týma ekki að skella honum hratt í sig.
Í partýið komu líka nokkrir lágfiðluleikarar. Já! Ég veit! Nú er þetta farið að hljóma eins og looserapartý aldarinnar. Bassaleikarar og violuleikarar á sama stað. hehe
Ég, Joel og Sofus vorum svo einir undir lokin og vorum djúpt soknir í samræður um tónlist. Ég vildi/vil meina að tónlist sé sjálstætt tungumál sem þarf ekki að þýða eða skilja á neinn annan hátt en það er. Maður þarf ekki hjálpartæki eins og að búa til sín eigin leitmótív úr stefjum eða eitthvað álíka til að setja karakter í verkið. Joel fannst aftur á móti ekki hægt að tala um tónlist sem tungumál. Við ræddum um hugmyndina að frasar séu spurningar og svör og að á þann hátt séu frasarnir samsvarandi setningum í tungumáli. En það á kannski ótrúlega vel við klassíska tímabilið en tónlist Mahlers eða Stravinskíjs getur oft ekki verið spurningar og svör. Mahler er eiginlega ekkert nema spurningar. Alltaf á leiðinni eitthvert en samt kemst hann aldrei að neinni ásættanlegri niðurstöðu. Stravinskíj (sem hefur auðvitað samið of fjölbreytta músík til að hann sé gott dæmi en samt) verður oft að hugsa sem eitthvað annað, "þess vegna heitir þetta list" sagði Joel. Hann vildi meina að hver flytjandi hafi svo ólíkar hugmyndir um tónlistina að það sé ekki hægt að kalla hana tungumál útaf fyrir sig. Ég held samt að þetta sé eitt af þeim atriðum sem þar sem við vorum sammála en föttuðum það bara ekki.
Sofus fílar ekki Brahms. Það var önnur löng umræða. Úff! Þetta var skemmtilegt en maður braut sko heilann á tvist og bast. Annars voru umræðurnar auðvitað of flóknar til að ég nenni að skrifa þær og til að ég muni þær af sökum góðs Tequilas. En ég er nokkuð viss um að ég hafi grætt meira innsæi á þessu kvöldu. Það er alltaf gott að fá hugmyndir annara og viðra sínar (sem neyðir mann til að hugsa).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli