miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Sofia Gubaidulina

Gubaidulina! Þegar hinn ofur músíkalski kennari minn er búinn að fara í gegnum sónötu Gubaidulinu með mér er hún orðin að hvílíkt skemmtilegri músík. Ekki það að ég hafi efast en hún fór frá því að vera skemmtilegt í geðveikt spennandi verk. Á ég einhvern tíma eftir að vera svona mikill músíkant sjálfur?

Ég finn að þegar hann ýtir mér áfram þá tekst mér að lifa mig inní tónlistina og gera hana lifandi en ég er hræddur um að þegar ég þarf sjálfur að koma með allar músíkalskar hugmyndir verði verkin þurr og leiðinleg. Ok! Kannski ég sé ekki ómögulegur en samt vantar algerlega í mig þetta pólska attitude, ég er of mikill Íslendingur. Blóðhitinn! Ég þrái hann. Kannski kemur þetta ef ég ven mig á að ýkja allar hugmyndir mínar og fara á ystu nöf.

Annars er ég búinn að reyna að finna út úr því hvernig ég laga tenglana hérna og fá svona comments dálk, en finn ekki úr því. Ég held að það gæti satt að segja verið windows-ið sem ég er með, það er eitthvað ruglað.

Engin ummæli: