föstudagur, nóvember 28, 2003

Messias og fleiri bagatellur

Mads er í Köben núna. Mads er nefninlega skiptinemi í Stokkhólmi eins og er. Hann var að æfa sig í gærmorgunn í skólanum og ég uppgötvaði hvað hann hefur verið mér mikilvæg hvatning. Hann æfir sig svo kerfisbundið og skipulega að ég fer bara óvart að gera það líka og allt í einu fóru tæknilega erfiðir hlutir að funkera. Núna er ég búinn að fatta að ég sakna Mads.

Annars hafa allir nemendurnir áhrif á mig á einn eða annan hátt. Joel spilar svo vel að enginn okkar hefur heyrt annað eins og ég er að meina það. Þótt maður taki geisladisk með bestu bassaleikurunum þá er hann samt betri. Sofus mætir alltaf snemma og vinnur mikið því hann trúir á hard work. Það fær mig til að vilja æfa mig meira. Mads æfir sig skynsamlega og nýtir þannig tímann vel. Magdalena er með hinn fullkomna hljómsveitartón sem ég vil ná. Oliver er að taka hröðum framförum þessa dagana sem ýtir á mig. Emma kann allt í einu að spila hratt og öflugt spiccato (það sem mér finnst erfiðast að ná) og þá hugsa ég "ég get þetta líka!". Sem sagt, ég elska þessa krakka, úff án þeirra væri ég ekki búinn að taka þeim gígantísku framförum sem hafa átt sér stað seinustu 2 árin.

Ég lofaði Mads að taka með heimalagað kaffi í skólann núna...og ég er seinn og er svo bara að blogga, kæruleysi.

Annars var fyrsta æfing á Messias e. Händel í gær og ég spilaði svo VEL. Kom mér á óvart því við spiluðum þetta seinastu jól (sama grúppa) og það er ótrúlega gaman að heyra og finna hvað ég ræð miklu betur við þetta núna. Ég held að það sé blanda af ýmsu en ég er viss um að Ísafoldartúrinn seinasta sumar hafi hjálpað mér meira en ég hef gert mér grein fyrir. Aukið sjálfstraust þegar ég spila og ég hætti í fyrsta sinn þá að hafa áhyggjur af tækniatriðum og reyndi frekar að hafa gaman að þessu. Já, framtíðin brosir við manni, best forðast að lenda fyrir bíl.

Dagurinn í dag er sjúkur. Bassakvartet æfing kl.13-16 og frá 16-19 er hóptími. Óperan byrjar svo kl.20. Nóg að gera. Og nú þarf ég að fara að æfa mig þangað til.

Lifið heil en ekki hálf.

Engin ummæli: