laugardagur, janúar 31, 2009

Quadratisch & Mamas Stolz

Já! Nú fer alveg að koma að því að nýja lagið fái að skína á myspacinu. Eins og flestir vita var lagið "Reykjavík" alveg sérlega minimaliskt en lagið "Quadratisch" segir sögu og gefur áheyrendum aðeins betri hugmynd um hver og hvernig Mamas Stolz er. Lagið er á sáraeinfaldri þýsku en til að geðjast öllum mun ég setja inn enska þýðingu líka. Við eigum nefninlega aðdáendur í Bandaríkjunum líka, þótt ótrúlegt megi virðast.

Enn er verið að fínpússa lagið en nokkrir hafa fengið að heyra demo útgáfuna og hafa allir verið mjög hrifnir af laginu. Við erum byrjaðir að vinna að næsta lagi sem mun bera nafnið "Mischen wie die Profis" sem þýðir eiginlega "Mixað eins og atvinnumaður". Mixað í merkingunni plötusnúður.

En fyrst er Quadratisch á dagskrá, það verður sett inn 5.febrúar sem er fimmtudagur og ætti þá helgin þar á eftir að vera safe hjá aðdáendum okkar sem vantar góða tónlist í partýið.

Myspacið heitir www.myspace.com/mamasstolz og þú þarft ekki að vera með eigið myspace til að skoða það.

Einnig er aðdáendagrúppa á facebook sem heitir "I'm a fan of Mamas Stolz", til að vera í henni (sem er gott upp á að fá alltaf upplýsingar fyrstur manna/kvenna þegar nýju lagi hefur verið bætt í hópinn) þarftu að hafa profíl á Facebook.

WORD!

2 ummæli:

Unknown sagði...

Er mjög upp með mér að laginu skuli verða "releas-að" á þessum merkisdegi. Það verður tryllt stuð.

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Einmitt, ég veit að það eru svo margir fans í Lübeck að þess vegna verður maður að hafa þetta degi sem maður veit að verður fagnað ;)

Annars verður næsta lag með smá Lübeck mótív, þ.e.a.s. næsta lag eftir "Quadratisch"