laugardagur, janúar 24, 2009

Upptökur..aftur

Haydn upptökunum er lokið og ég held þetta muni nú koma vel út en hljóðmaðurinn var alveg hræðilegur. Hann hafðí ekkert að segja um tónlistina og mér fannst hann heldur ekki hafa mikið vit á uppstillingu mikrafónanna, við þurftum stöðugt að vera biðja um breytingar þangað til við fengum sound sem við vorum sátt við. En þar sem allir í bandinu eru aktívir og áhugasamir um að gera þetta svakalega vel þá held ég að lokaniðurstaðan verði góð.

Þarf svo að fara á morgun með lest kl.6.35 til Dresden á æfingu með Ensemble Courage, og ég verð að viðurkenna að ég nenni því engan veginn. Kaleidoskop er með partý í kvöld til að halda upp á upptökurnar og ég sé ekki fram á að ég geti tekið mjög virkan þátt í því ef ég á að hafa mig á fætur kl.5 í fyrramálið. Spurning hvort ég fari bara í partýið og svo beint þaðan til Dresden?

Skellti mér í fótboltann með íslendingunum í dag, ágætt að fá einhverja hreyfingu eftir alla þessa setu í stúdíóinu.

Engin ummæli: