fimmtudagur, desember 18, 2008

Ítalíuferð

Guð minn góður, hvílík ferð!!!!

Við flugum beint til Rómar og tónleikar um kvöldið í St.Cecilia salnum sem er eins og stóri salurinn í Berlínarfílharmoníunni. Á hverjum stað fékk ég nýjan bassa og þeir voru allir lélegir, allavega mjög kraftlausir með jass uppsetningu sem þýðir að plokkið hljómar lengi og bogasoundið er hörmung. Það var auðvitað ekki auðvelt að reyna að fylla rýmið af bassa með drasl í höndunum en ég skemmti mér samt konunglega því Kaleidoskop og Sollima er draumapar.

Tónleikarnir urðu alltaf villtari og villtari, fyrst í Róm vorum við auðvitað bara þreytt en reyndum okkar besta, á næsta stað (Modena) vorum við ferskari og í búningsklefunum var fólk að ganga af göflunum í fíflalautum sem endaði með því að Adam víóluleikari fór á sviðið meikaður eins og 80's kona, aukalag á tónleikunum var impro sem fór út í hvílík læti. Nú, þriðji staðurinn var Gallarate, þá fóru fleiri málaðir inn á svið, m.a. ég og aukalagið minnti helst á leikhús, impro músík og impro læti og hlaup. Eiginlega var þetta orðið svo klikkað að við ákváðum í Palermo að fara millileiðina. Þeir tónleikar voru í hringlaga leikhúsi, það var gjörsamlega uppselt í rúmlega 2000 sæti og hljómsveit og sólistar spiluðu sitt allra besta með mátulega miklum fíflalátum...það var mikið af "bravi" öskrum og 3 aukalög.

Eftir alla tónleikana þegar maður kom út úr tónleikasalnum var alltaf fólk sem sagði bravó við mann..sem sagt smá frægðar fílíngur.

Fyrir utan þetta allt saman þá var svo geðveikt loftslag í Róm og Palermo, í Palermó var hreinlega sól og sumar. Við eyddum líklega um 8 tímum á dag í að borða. Rauðvín drukkið eins og djús og hver máltíð var 4 réttuð.

Kaleidoskop krakkarnir kynntust líka mjög vel í þessari ferð og hópurinn er ótrúlega góður, það geta allir notið þess að vera saman, engir árekstrar og allir jafnklikkaðir. Sem sagt, þetta var æðislegur túr!

Engin ummæli: