þriðjudagur, desember 09, 2008

Roma

Á morgun leggur Kaleidoskop í sína fyrstu ferð. Við byrjum á að spila í Róm í risastórum sal, álíka stórum og fílharmónían hér...ég er mjög spenntur að sjá hvernig mætingin verður. Það þarf líka að spila af öllum sálar lífsins kröftum til að fylla í rýmið.

Túrinn tekur viku og endar á Sikiley í Palermo þar sem við fáum líka smá frí. Ég er strax farinn að hlakka til hlýrra loftlags.

Annars líður mér eins og ég sé að verða veikur...vonandi fer það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og hafðu það sem allra best ekki leiðinlegt að fá smá yl í kroppinn núna á þessum árstíma.
Ég sendi engin jólakort en það mun bíða þín smá pakki í Berlín þegar þú kemur til baka eftir jólin. Mamma er með símanúmerið þitt og óskar eftir að þú látir sjá þig.Knús á þig og þína fjölskyldu
Kær kveðja erla

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Takk takk og sömuleiðis :-)