þriðjudagur, október 28, 2008

Odense Symfoni Orkester

Tónleikarnir með Hljómeyki gengu mjög vel og það var frábært að spila með þeim. Nú er bara að halda verkefninu áfram og panta 2-3 ný verk.

Ég er kominn til Lübeck og hingað er Eygló flutt svo maður er ekki alveg einn sem er mjög næs. Á morgun fer ég áfram til Berlínar og spila Bach gigg með Kaleidoskop og Elfu. Sinfóníuhljómsveitin í Oðinsvéum hringdi í dag og vill mig í vinnu NÚNA!! En ég get ekki fyrr en eftir helgi þegar Berlínargiggið er búið. Að vísu getur verið að ég fái að koma og spila verkefni hjá þeim mánudag til fimmtudags eftir helgi. Ég vona það, þarf penge!

Er að reyna að redda mér krankenkasse tryggingu en hún kostar 120 evrur á mánuði sem fátæklingur eins og ég ræð illa við. Nú þarf maður að fara að fá eitthvað að gera, eitthvað bitastætt.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

YO Chrizzenegger-a-nigga-ness! Eg er i Berlin. Spurning ad hittast fim-kvöld? Ef thu ert i studi ad walk the walk med mer og Joaquín. Eg er med thyska-simann hans Elgars. J.

Dog.

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Ég er á einhverri æfingu á fimmtudag, veit ekki nákvæmlega hvernær en ég vil endilega hittast.

Nafnlaus sagði...

ÉG frétti að tónleikarnir hefðu gengið vel - verst að komast ekki...
Kristín Björg

Nafnlaus sagði...

frábært að gekk svona vel með Hljómeyki! Hefði verið svo gaman að sjá ykkur.. hlakka til þegar ég hætti að vera svona busy námsmaður og getur farið að safna pening til að fara á ýmis konar menningarviðburði :D hehehe.

Range check um jólin er þæggi :)

hlínzífínz

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Þetta var mjög gaman og það má búast við "Kór og kontrabassi II" svo þið eruð ekki búnar að missa af þessu einstaka verkefni.