laugardagur, ágúst 23, 2008

Bassaleikur í hirðina þína?

Það er einhvern veginn þannig á Íslandinu að allt gerist svo hratt og allir eru svo uppteknir í lífsbaráttunni að blogg verður óþarfi en þegar ég er í Þýskalandi er allt sem ég fæ að gera svo mikilvægt fyrir ferilinn að mér finnst alveg gaman að sega frá því. Ég held ég verði samt aðeins að segja frá.

Ligeti tónleikarnir voru svakalega vel heppnaðir og troðfullt út úr húsi. Það má vel vera að ekki hver einasti hafi fílað konseptið en alveg pottþétt 98% voru að fíla þetta í tætlur og upplifðu eftirminnilega tónleika. Nú tekur við að ganga frá tónleikunum og undirbúa næstu 3 til 4 tónleika. Ásamt því þarf að gera margt annað sem ekki verður sérstaklega talað um hér, ýmis smærri og stærri verkefni fyrir Ísafold. Þetta er eiginlega full vinna en ég er að vonast til að fá einhvað meira að gera til að geta borgað mína reikninga, svo ég bendi fólki enn og aftur á að ég er á landinu til lok óktóber ef ÞIG VANTAR BASSALEIKARA.

Engin ummæli: