Við Guðný gerðumst svo gróf að fjárfesta í grilli, enda veðrið hér eins gott og það gerist best á Spáni, og þá er oft gott að grilla. Við erum að vísu ekki með svalir eða garð en förum þá í staðainn í almenningsgarð hér rétt hjá og grillum við vatnið. Maður hefur nú heyrt um marga sem kaupa sér grill á Íslandi, enda mikil grill menning heima þar sem við höfum svo gott lambakjöt. Margir kaupa þá gasgrill fyrir 30-50 þús og mjög margir kaupa líka pró grill fyrir 100-250 þús kall. Okkar grill kostaði 5 evrur og virkar bara mjög vel, það er nógu og stórt fyrir okkur og þótt það sé ekkert gas þá skiptir það engu máli því mér finnst það eiginlega vera partur af stemmningunni að hita upp í kolunum og bíða eftir að rétta hitastigið sé komið.
EM er byrjað og það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum, í gær vann Þýskaland Pólverjana en við Guðný sáum leikinn á stóru tjaldi í skólanum hennar þar sem voru saman komnir álíka margir pólverjar og þjóðverjar. Það var rétta stemmningin fyrir leikinn, mikil öskur og læti. :-) Ég hlakka til að sjá seinni leikinn í kvöld, Ítalía - Holland, spái Ítölum sigri. Annars held ég með Þjóðverjum í keppninni þar sem ég bý hér, þeir eru líka að spila nokkuð skemmtilegan bolta, allavega eiga þeir mjög margar flottar hættulegar sendingar og spila hraðar en þeir gerðu á árum áður. En aðalatriðið er að þegar Þýskaland kemst áfram verður stemmningin hér svo mögnuð.
Ofnæmið mitt er alveg frekar mikið að kæfa mig þessa dagana og ég er ekkert smá þreyttur á því. Það gerir það að verkum að maður getur ekki notið sumarsins almennilega og þá verður sumarið auðvitað ekki eins skemmtilegt fyrir Guðnýju heldur :( En það er víst komið eitthvað nýtt ofnæmislyf á markaðinn sem ég ætla að prófa og ef það virkar jafn lítið á mig og allt hitt draslið þá verð ég bara að fara skoða einhverskonar sprautu meðferðir til að losna við þetta alveg.
2 ummæli:
5 evrur?! það er ódýrara en einnota grillið sem við keyptum um daginn!
Btw held með Hollandi...
Heldurðu með Hollandi segirru :-) til hamingju...flottur leikur.
Skrifa ummæli