Já, diskurinn er kominn út, en bara á Ítalíu eins og er. Mér skilst að hann seljist alveg svakalega vel og sé no.1 á sölulistunum yfir klassíska diska á Ítalíu, nú hlakka ég bara til að fá mitt eigið eintak. Ég er að vísu kominn með músíkina í iPodinn en langar að eiga koverið líka. Ég get hlustað alveg endalaust á þennan disk, soundið er svo kúl og bandið gott, Sollima og Monica eru að rokka feitt og tónlistin er frábær.
Annars er ég búinn að vera í Berlín seinustu daga og kominn aftur til Lübeck núna. Fer samt bráðlega aftur til Berlínar því útgáfutónleikar verða þann 20.júní.
1 ummæli:
Hæ vill panta eitt eintak!
kveðja tendgó.
p.s hvað er að frétta af Frakklandi?
Skrifa ummæli