
Ég henti þessari mynd í ljósmyndakeppni hjá Canon sem heitir "The Mission". Ég var að skoða aðrar myndir sem eru komnar í keppnina og sé að ég á ekki séns. Það er bannað að taka þátt ef maður er atvinnuljósmyndari en margt þarna lítur út eins gott atvinnufólk myndi gera. Studíómyndir og svona. En það er nú samt gaman að taka þátt.
Ísland á morgun, kem heim að nálgast miðnætti.
Eins og þeir sem lesa bloggið hennar Elfu vita þá er mikill uppgangur hjá Kaleidoskop. Bandið er orðið húsband hjá mjög góðum tónleikasal og nú fer að nálgast sony/sollima útgáfuna sem þýðir útgáfutónleikar út um allar trissur. Þar fyrir utan er ýmislegt að gerjast, ýmsir listamenn sem vilja nota bandið, frægur sellisti vill túra með því og spila Haydn konsertana (í sambandi við cd útgáfu), stjórnandi/söngvari ætlar að túra með það en hann er greinilega mjög busy svo það er planað langt fram í tímann, held að það verði ekki fyrr en eftir 2ár. Allavega ýmislegt að gerast. Húsið sem við erum komin inní er með ýmsa kontakta utanfrá svo það getur margt gerst til að bæta við gæfuna. Húsið heitir Radialsystem og er með mjög flotta heimasíðu þar sem hægt er að skoða alla sali. http://www.radialsystem.de/rebrush/index.php
1 ummæli:
vúhúú
svo eru alltaf party tarna.
er a leidinni i enn eitt fancy matarbod tarna i kvold!
Skrifa ummæli