sunnudagur, febrúar 24, 2008
Völd
Mér finnst leiðinlegt að segja það en ég held ég sé að missa trúnna á VG. Það er svo sem langt síðan ég hef kosið en VG voru að mínu mati einu sinni lang skynsamlegasti flokkurinn, svona fyrir mína heimssýn, en nú eru þeir farnir að reyna svo mikið að vera stóri flokkurinn í stjórnarandstöðu að þeir eru búnir að missa sjónar af markmiðunum og farnir að reyna of mikið...ég held ég sé búinn að missa trúnna á Íslandi almennt. Því miður! Hins vegar, svona til að vera jákvæður held ég að trúin á þessar ríkisstjórn sé góð hjá mér. En hvað veit ég? Kannski eru bara allir með völd sjálfselskir aumingjar....völd eru af hinu slæma. Í tónlist er lítið um völd en mikið af jákvæðum straumum, völd=slæmt tónlist=gott
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég held að það sé geðveikt skrítið að vera í VG. Þeir eru búnir að berjast geðveikt mikið og standa sig í rauninni mjög vel, en afraksturinn hefur ekki verið svo mikill, þ.e. þeir komust ekki í ríkisstjórn. Kannski bara eðlilegt að þeir reyni að flagga stærð sinni.
Eðlilegt fyrir pólitík já. Því miður.
Skrifa ummæli