Þá erum við skötuhjú komin í
þessa líkamsrækt, ákváðum að skella okkur á eitt ár hjá líkamsræktarstöð hér í Lübeck. Þetta er ekkert smá fín stöð með spa og alles svo maður er endurnærður eftir ræktina. Ég fór fyrsta daginn minn áðan og það er langt síðan ég hef haft svona mikla orku að kvöldi til eins og núna. Þetta er algjör lúxus. Ég fann það líka þegar ég var að pumpa hvað ég sakna þess mikið að hreyfa mig markvisst. Vonum að þessi neisti endist lengur en viku :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli