Fyrir utan daglegar æfingar þá gerist svo sem ekki mikið hjá mér. Fórum að vísu í jólapartý í skólanum hennar Guðnýjar um helgina sem var ágætt en frekar rólegt partý. Ég er að stefna á að spila fyrir einhverja krakka hérna (m.a. úr bassabekknum) prufuspilsprógrammið sem ég er að æfa, sem er nú bara Dittersdorf og einn hljómsveitapartur eins og er. Svo ætla ég að henda inn nokkrum umsóknum í hljómsveitir í Berlín, það vantar bassa í Komische Oper og Rundfunk Symphonieorchester Berlin og svo síðast en ekki síst, leiðara í Berlínar Fílinn!!!! Það er að vísu vita vonlaust fyrir mig að sækja um þá stöðu en ég ætla nú samt að henda inn umsókn, það sakar ekki.
Er farinn að setja limit á Facebook, nú má ég bara skoða facebook á kvöldin, annars verður ekkert úr æfingadeginum.
Inn á milli æfinga þá kíkir maður líka í bæinn og reynir að finna jólagjafir. Það er ágætt að vera tímanlega búinn með það stúss. Ég kem til Íslands 21.des sem er föstudagur og mér dettur ekki í hug að fara eyða helginni í að versla eins og brjálæðingur, fyrir utan að hér er allt helmingi ódýrara en heima.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli