mánudagur, október 08, 2007

Cole Street í Lübeck

Þið afsakið hvað ég er blogg latur núna. Ég hef verið í Sönderborg og var núna yfir helgina í Lübeck, fer svo núna til Sönderborg til að klára tónleikarununa. Á föstudaginn kem ég svo til baka til Lübeck og þá mun ég spila jam session á Cole Street en það þýðir, spila með strákum sem ég þekki ekki neitt og improvisera eitthvað...eina sem ég veit er að mitt improvís verður funky stuff ;) Síðan mega aðrir sem eitthvað kunna að spila koma upp á "svið" (það er eiginlega ekkert svið) og djamma með eða bara taka við af okkur...mjög spennandi og margar óþekktar stærðir í þessu verkefni!

Cole Street

Annars get ég bara sagt að ég hef átt yndislega helgi með Guðnýju og get ekki beðið eftir að koma aftur frá Sönderborg.

Engin ummæli: