Þá er ég búinn að kveðja mömmu mína og Tryggva sem voru hér í heimsókn, þau komu úr stórborg Lundúna og í rólegheitin í Lübeck.
Eftir mjög næs daga í Lübeck er ég (og Guðný) á leið til Berlínar. Guðný ætlar að vera yfir helgina og ég verð sem sagt rúma viku að æfa og spila með Kaleidoskop. Ætla þokkalega að reyna að fá miða á Bella Fíl 27.okt en þeir eru að spila 9.Mahlers. Það er að vísu uppselt en ef ég mæti 2 tímum fyrir sýningu ætti ég að ná miðum....vona ég!
Er að vísu í einu böggi, mig vantar 5 strengja bassa fyrir þessa tónleika hjá Kaleidoskop og það er ekkert grín að redda sér svoleiðis þegar Hávarður og sinfó búa ekki í Berlín ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli