Ég á afmæli á morgun og ætla í tilefni þess að elda eitthvað rosalega gott og drekka með því gott rauðvín, spænskt 1999 riserva. Ég var að hugsa um að jafnvel reyna að gera Tiramisu í eftirrétt. Veit ekki hve erfitt það er en langar mjög að prófa það.
Þetta verður sem sagt róleg og rómantísk afmælisveisla fyrir tvo, zu Hause.
Mér skilst að krakkarnir í skólanum hennar Guðnýjar séu búin að kaupa afmælisgjöf og hafa eflaust ætlað að fá út á það partý, en það er hvort sem er sælla að gefa en þiggja. Ég bjóst náttúrulega alls ekki við því að þessir krakkar færu að gefa mér gjöf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli