mánudagur, mars 12, 2007

Sönderborg - prufuspilið

Var að koma frá Sönderborg úr prufuspili um leiðarastöðu í hljómsveitinni þar. Við vorum tveir sem komumst í 2.umferð en ég klúðraði mínu þar og hinn gaurinn líka svo þeir tóku engan. En ég var ánægður með að fara áfram.

Þetta hefur verið mjög þægileg ferð, fékk gistingu hjá bróður tengdmömmu minnar. Bróðirinn var að vísu á Íslandi en konan hans tók á móti mér og skutlaði mér allt og gaf mér fullan sörvis. Lúxus!

Þeir hjá hljómsveitinni hvöttu okkur til að taka þátt aftur þegar þeir auglýsa prufuspil aftur og sögðu það ekki hafa verið neitt vafamál að okkar 1.umferð hefði borið af svo ég var mjög sáttur við það komment.

En í kvöld er það bjór og Benni Hemm Hemm að spila í Berlín.

Engin ummæli: