þriðjudagur, janúar 30, 2007

Neiii

Ég trúi þessu ekki. Við töpuðum. Ég hef sjaldan verið eins spenntur yfir íþróttaleik. Skalf á beinunum. Hvílík hamingja þegar þeir jöfnuðu og fengu framlenginguna....hvílík vonbrigði í framlengingunni þegar Logi gaf boltan til baka á dana...mig langaði og langar enn að gráta.

En það verður að segjast eins og er að þeir eru búnir að koma Íslandi, þessari litlu þjóð, í 8 efstu sætin í heiminum. Það er ansi stórt afrek.

Engin ummæli: