mánudagur, janúar 29, 2007

Myrkir tónleikar

Þeir sem komu...takk fyrir okkur.

Það létu samt allt of fáir sjá sig, því miður, og það dró aðeins úr spennunni fyrir okkur...maður nær aldrei góðum performans ef manni líður eins og salurinn sé tómur. En það var mjög góðmennt í salnum, það er óhætt að segja. Fjölskylda og vinir og nokkur vel valin tónskáld. Mér heyrðist á tóninum í fólkinu eftir á að þetta hafi verið nokkuð góð skemmtun fyrir það og ég vona að það hafi verið raunin. Okkur fannst þetta ekki alveg vera okkar bestu tónleikar en maður getur víst ekki alltaf toppað sig. Það verður allavega forvitnilegt að heyra RÚV upptökuna.

Afi kom og fannst bara svo gaman. Það fannst mér gaman að heyra, þar sem hann hefur ekkert vit á tónlist en honum fannst verkin hans Steina og Inga mjög skemmtileg, svoldið þungt fyrir miðju sagði hann. Alltaf gaman að heyra kalt mat frá einhverjum sem hefur ekki tónlistarþjálfun. Já, hann afi er sko ekkert fæddur í gær, nei, nánar sagt 1919.

Engin ummæli: