Þá er maður búinn að vera svaramaður og spila tvenna tónleika með Ísafold á árinu 2007. Góður árangur þegar aðeins vika er liðin af árinu. Annars á bróðir minn Jón Þór afmæli í dag og er því 17 ára ef mér skjátlast ekki. Til hamingju með daginn!
Nú tekur við undirbúningur fyrir Myrka Músíkdaga. Guðný er á fullu að undirbúa sig fyrir inntökupróf og fer líklegast út aftur í kringum 15.jan.
Í morgunn fór hálf Ísafold á Keflavíkurflugvöll, það hefur eflaust verið stemmning þar.
En það er eins og áður, ég er sérlega latur bloggari þegar ég er á Íslandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli