Það virðist vera fullt af fólki sem kemur inn á þessa síðu. Ég er orðinn forvitinn að sjá hvernig umferðin hérna er eiginlega og þess vegna setti ég teljara á síðuna.+
Í gær fórum við Guðný á það sem einu sinni hét einleikaraprófstónleikar. Þeir voru ótrúlega vel heppnaðir og allir virtust mjög vel undirbúnir í mjög góðu formi þannig að maður slakaði bara á og naut þess að hlusta.
Svo hitti ég Gunnar Kvaran á klósettinu í Háskólabíó, hann var að pissa í skál og ég klappaði honum á öxlina og sagði "ég er með selló fyrir þig". Þetta átti að vera fyndið en hann var ekki alveg að skilja þennann húmor. Kannski ætti ég bara að hætta að reyna að vera fyndinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli