fimmtudagur, desember 14, 2006

Nú er ég genginn til liðs við axlasjúka. Kominn með góðan verk í einn vöðva í öxlinni. Ég held þetta sé eftir törnina núna með Evu. En það tók auðvitað við verkefnið með Kaleidoskop strax á eftir svo maður verður að lifa þetta af þar til á mánudag.

Slide Show Secret tónleikarnir gengu annars ágætlega, þetta voru stærstu tónleikarnir okkar mælt í stærð efnisskrárinnar. 5 dúó verk, þar á meðal einn frumflutningur, ég neyddist til að læra það stykki á 3 dögum. Vildi svo til að það var rólegt og yfirvegað verk og bara 6 mínútna langt svo það gekk upp. Tónskáldið sem skrifaði það heitir Sidney Corbett. Svo er verk eftir Hauk Tómasson að koma úr ofninum og við munum frumflytja það á Myrkum Músikdögum.

Á mánudaginn kemur svo Heiðar bróðir í heimsókn og þá verður tjillað og farið í jólagjafainnkaup þar til við förum heim, á föstudaginn 22.des.

Engin ummæli: