Vann ekki stöðu
komst ekki i 2.umferð
Það var samt forvitnilegt að heyra þá sem spiluðu hita upp. Þeir voru svo sem ekkert betri eða verri en ég, en höfðu talsvert ólíka nálgun. En djöfulli var leiðinlegt að keyra 8 tíma til Frankfúrt og svo 8 daginn eftir heim. Þessar hraðbrautir eru sannkallaðar hægbrautir. Endalausir hnútar og ógeðslega margir árekstrar, engir alvarlegir þótt sumir bílarnir hafi verið vel klesstir þá virtust alltaf allir vera í lagi. Ég held að trukkakarlanir séu þeir sem eru að valda þessu. Þeir keyra hægt því þeir komast ekki mjög hratt en eru samt alltaf að reyna að taka framúr næsta trukk og þar sem þeir eru stórir þá sveigja þeir fyrir litlu bílana. Allavega held ég að ég hafi eytt um 2 tímum af 8 á 20-50 km hraða. Ég vel lestina næst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli