Fór á Bond myndina í gær og var mjög sáttur. Hér er búið að brjóta á nánast öllum hefðum Bond mynda sem er ágætt því þær voru orðnar svoldið þreyttar. Nýi Bondinn er töffari.
Það sem mér finnst hins vegar verra er að ég horfði á u.þ.b. 45 mínútur af auglýsingum. 22.15 átti myndin að byrja en kl.22.45 lauk auglýsingum, tjaldið var dregið fyrir og gerð 3 mín hlé, þá voru tjöldin dregin frá aftur og hófst auglýsingar á nýjum kvikmyndum, það tók um 20-30 mínútur.
Það ættu að vera lög um það hve mikið má auglýsa í miðlum sem fólk borgar fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli