Nú hef ég fengið staðfestingu á því að hvalveiðar skaði ímynd landsins. Ég sótti um gig í Englandi fyrir dúóið fræga og fékk það svar að festivalið gæti ekki unnið með íslenskum listamönnum á meðan hvalveiðistefna landsins væri eins og hún er.
Eiginlega finnst mér þetta frekar fyndið. Tónskáldið sem benti mér á festivalið var nú bara í sjokki yfir þessari yfirlýsingu. Baðst afsökunar fyrir hönd gaursins sem svaraði mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli