Þá fer maður í dag til Köben og verð þar í 9 daga. Aftur get ég verið á Gl.Kongevej en þarf gistingu annars staðar fyrstu nóttina, og auðvitað ætla Stefán hinn tryggi að hýsa mig. Hann klikkar ekki. Þetta þýðir líka, espresso con amore í fyrramálið.
Ég er búinn að taka upp tvö sólóverk af 5 sem ég ætla mér að taka upp. Það var hann Michael Silberhorn sem sá um upptökurnar og þær fóru fram í gamla útvarpshúsinu í austur Berlín en þar er ekki lengur útvarpsstöð, bara fullt af stúdíóum. Næstu upptökusession verður örugglega ekki fyrr en í mars á næsta ári. Maður hefur of mikið að gera núna.
Ég fékk mér áskrift af cnn pipeline, það er snilld. Þá er maður með læf fréttir (sjónvarps) í tölvunni sinni, alltaf (ef maður vill). Maður er að verða betur og betur að sér í Bna stjórnmálum....áfram demokratar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli