Við erum þá búin með Kraká ferðina okkar. Hún var mjög skemmtileg, fórum í saltnámu sem gerði Póland af ríkasta ríki evrópu í gamla gamla daga, en því miður er salt ekki mikils virði lengur í dag. Þá fórum við í Auschwitz sem var rosalegt, ótrúlegt að geta fengið að skoða þetta. Mjög sorglegt auðvitað en gaman að fá að sjá þetta allt með eigin augum. Svo var strollað um Kraká, fórum að vísu í einn kynningartúr með prívat leiðsögukonu. Hún var svo nákvæm að við vorum löngu hætt að geta meðtekið allar upplýsingarnar undir lokin.
En nú tekur við lífið í Berlín, og það finnst mér yndislegt, kominn með nóg af því að vera ekki heima hjá mér. Við keyptum svoldið af húsgögnum í IKEA áður en við fórum til Kraká svo við erum að koma okkur fyrir núna.
Á morgun hefst svo törn með Kaleidoskop, Helga og Elfa spila líka með í því. Ég fékk nóturnar í dag svo ég fæ ekki mikinn undirbúnings tíma en það er kannski bara betra að taka þetta í skorpu. Hlakka til morgundagsins. Ætli ég skelli ekki nokkrum myndum frá Kraká á bloggið innan skamms.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli