Í dag átti ég pantað flug til Berlínar og ætlaði þangað þar til næsta tekur við í Köben (á mánudag) en mér var boðið að spila með í öðru projekti hjá bandinu sem byrjar á morgunn með æfingum og endar með konsert á laugardaginn. Ég þáði það og breytti fluginu en eini gallinn er að ég er ekki með tónleikaföt með mér núna, og það þarf kjólföt fyrir laugardaginn og jakkaföt fyrir hitt projectið. Verð að leysa það með því að leigja kjólföt, það er rándýrt en þetta djob er vel borgað plús að ég spara auka ferðakostnað. Jakkaföt eru lítið mál, ég fæ þau bara lánuð eða kaupi mér einar svartar buxur og skyrtu í H&M en við þurfum ekki jakka og ekki bindi því þetta er í óperugryfjunni. Svo fæ ég bráðum að gista á Gl. Kongevej aftur, það verður gott að koma þangað en svoldið skrítið þar sem íbúðin er frekar tómleg. Þar bíður mín eflaust ýmis konar póstur.
Stefán Ara hefur stjanað við mig, það liggur við að þetta sé eins og á hóteli, munurinn er bara verðið :) Hér fæ ég líka espresso alla Stefán sem er með því betra sem gerist hér í Köben. Espresso con amore!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli